x

Titleist T-series

Loksins, loksins, loksins fengum við nýju T-series járnakylfurnar í rekkana hjá okkur, ástandið er þannig að við erum að fá þær til okkar 2 mánuðum eftir að þær koma á markað.

Sama ástand er með sérpantanir, en það má gera ráð fyrir allt að 3 mánaða biðtíma frá pöntun.

En mikið er gaman að fá kylfur í búðina til okkar og við eigum í dag eitt sett af T100 - T100S og tvö sett af T200. Meira er til af T300 en þau fáum við bæði með stál- og grafítsköftum og einnig dömusett.

 

T100

Fyrir betri kylfinga sem eru að leitast eftir mikilli nákvæmni og einstakri tilfinningu.

Mest notuðu járnkylfurnar á PGA mótaröðinni.

Forged járnakylfur með nákvæmt boltaflug og frábæra fjarlægðarstjórn.

T100 eru í pokanum hjá nokkrum af fremstu kylfingum í heimi eins og t.d. : Jordan Spieth, Will Zalatoris, Sungjae Im, Cameron Smith, Garrick Higgo og Jessica Korda

Stykkjaverð á kylfu með stálskafti 28.900 kr.

Skoða T100 nánar hér

 

Titleist T100S

Fyrir kylfinga sem vilja útlit og tilfinningu T100 nema vilja einfaldlega slá lengra. T100S eru 2° sterkari en T100 og jafnframt með nýja "Muscle Channel" sem gefur meiri boltahraða og hærra boltaflug án þess þó að fórna nákvæmni.

Forged járnakylfur 

Stykkjaverð á kylfu með stálskafti 28.900 kr.

Skoða T100S nánar hér

 

Titleist T200

Fyrir kylfinga sem vilja meiri lengd án þess að fórna útliti, tilfinningu eða nákvæmni.

Mesta breytingin í T-seríunni er T200 kylfurnar, þær eru mest þróuðustu/tæknilegustu járnkylfurnar frá Titleist!

Forged járnakylfur með minna "offset", þynnri topplínu og nettari kylfuhaus. 

Stykkjaverð á kylfu með stálskafti 28.900 kr.

Skoða T200 nánar hér

 

Titleist T300

Fyrir kylfinga sem vilja mikla lengd, hærra boltaflug og mikla fyrirgefningu. 

Auðveldustu kylfurnar í T-seríunni.

Stykkjaverð á kylfu með stálskafti 22.900 kr.

Stykkjaverð á kylfu með grafítskafti 24.900 kr.

Skoða T300 nánar hér

 

Hægt verður að bóka tíma í kylfumælingar hjá okkur strax á nýju ári, í janúar 2022.

 

Leita í vöruskrá

Algeng skilyrði