Við erum mjög ánægðir að geta boðið viðskiptavinum okkar uppá rafmagnskerrur, golfkerrur, golfpoka, fjarlægðarmæli og fylgihluti frá hinu frábæra merki Motocaddy.
Motocaddy er þekkt fyrir mikil gæði og frábæra þjónustu á öllum sviðum.
Við höfum á síðustu 12 mánuðum heldur betur bætt í framboðið frá þeim eftir að hafa aðeins byrjað með rafmagnskerrur í sölu hjá okkur. Ástæðan er einföld, Motocaddy framleiðir einungis fyrsta flokks golfvörur.
Nýjast í sölu frá þeim hjá okkur eru golfpokar, þar eru þeir t.d. með frábæra tækni EASILOCK sem gefur þeim sem eiga Motocaddy golfkerrur alveg nýjan möguleika þar sem þú smellir einfaldlega pokanum saman við kerruna að neðan þannig að engin þörf er á neðri ólinni heldur situr pokinn sem fastast við kerruna. Algjör snilld!
Ef að það er kominn tími á endurnýjun hjá þér eða þá að þú vilt gefa virkilega góða gjöf þá er um að gera að skoða vel vörurnar frá Motocaddy.