Jólagjafahandbókin 2023

Jólagjafahandbókin okkar er með aðeins breyttu sniði í ár, við höfum nefnilega fengið nokkra góða vini okkar til að útbúa sinn óskalista og þannig um leið gefa ykkur góðar hugmyndir í jólapakkana í ár.
Það er alveg bókað að hér er að finna vörur sem slá í gegn hjá kylfingum á öllum aldri og getustigum.
Vinsamlegast athugið að þið getið smellt á heiti vörunnar (feitletrað) í textanum neðan við myndirnar og þannig skoðað þær betur.
Það er okkar von að þetta sé skemmtileg samantekt og nýtist ykkur vel.
Að því sögðu erum við virkilega spennt að taka á móti ykkur í hátíðarfíling í Síðumúla 33 í desember og veita ykkur góð ráð.
Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi sló heldur betur í gegn sem þáttastjórnandi í sumar í þáttunum Golfarinn á Stöð2. Inga Lind er með brennandi golfáhuga og komin niður í 21,5 í forgjöf eftir einungis 3 ár í golfi sem er alveg til fyrirmyndar. Inga Lind er meðlimur í GKG og hún elskar fötin frá Macade!
Inga Lind er með þessar vörur á óskalistanum sínum:
Macade Jogger Buxur - "ég dýrka buxurnar frá Macade og þessi nýji græni litur er sjúklega sætur"
Titleist T350 Járnasett - "ég hef verið í golfi núna í 3 ár og það er kominn tími á alvöru kylfur, mér skilst að Titleist T350 henti mér best"
Púttmotta - "ég væri til í að vera betri á flötunum og þeir segja að æfingin skapi meistarann, þessi motta er líka svo flott! Stofustáss, ef þið spyrjið mig"
Golfkennsla - "hef heyrt að Nökkvi sé einn allra besti golfkennari landsins og það myndi hjálpa mér mikið að komast í reglulega golfkennslu í vetur"
Motocaddy Hitalúffur - "það er ekki eðlilegt hvað mér getur orðið kalt á höndunum og þetta er draumurinn minn. Okei.. mig langar samt mest í rafmagnskerruna og þá get ég tengt hitalúffurnar við hana" (Athugasemd frá Prósjoppunni, hitalúffurnar eru væntanlegar til okkar um miðjan desember)
Haraldur Franklín Magnús er einn fremsti kylfingur landsins og eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á stórmóti (The Open). Haraldur er í Golfklúbbi Reykjavíkur, hann er mikill FJ og Titleist maður og mun leika á Challenge Tour og DP World Tour á komandi keppnistímabili.
Haraldur Franklín er með þessar vörur á óskalistanum sínum:
FJ HyperFlex Carbon Golfskór - "Ég notaði þessa í ár og fílaði í botn! Held áfram að nota þessa týpu 2024, þeir eru þæginlegir, öðruvísi og flottir"
FJ HydroLite Regnbuxur - "Það er nauðsynlegt að vera alltaf með léttar regnbuxur í golfpokanum sem auðvelt er að fara í og úr"
FJ RainGrip Golfhanski - "Skiptir öllu máli í rigningu, það eiga ALLIR að vera með regnhanska til taks í golfpokanum"
Titleist Vokey SM9 Fleygjárn - "Golfið verður allt auðveldara þegar glompuhöggin eru auðveld, Vokey fleygjárnin eru toppurinn"
Púttmotta - "Púttmotta til að æfa strokuna yfir vetrarmánuðina, skilar sér vel þegar sumarið kemur"
Gummi Ben gerir fátt skemmtilegra en að spila golf erlendis þar sem hann nýtur sín best á stuttbuxunum og því hefur farið frekar lítið fyrir honum á golfvöllunum hér á landi undanfarin ár. Það stendur heldur betur til að bæta úr því og markmiðið hefur verið sett á að spila reglulega undir 80 höggum næsta sumar!
Gummi Ben er með þessar vörur á óskalistanum sínum:
Motocaddy Fjarlægðarmælir - "Ég nenni hreinlega ekki lengur að kalla á vini mína sem eru utan brautar um fjarlægðir að pinna, best að geta séð þetta bara sjálfur"
Titleist Ferðacover - "Lendi allt of oft í því kvöldið fyrir ferðalag að muna að ég eigi ekki ferðacover"
FJ RainGrip Golfhanski - "LifeSaver á Íslandi, virðist vera með einhverskonar lími sem heldur gripinu í hvaða sudda sem er"
Golfkennsla - "Nökkvi er ekki bara afburða kennari, hann er líka skemmtilegur að vera í kringum sem er lykill af árangri"
Motocaddy Cube Golfkerra - " Vegleg, létt og meðfærileg sem hentar við allar aðstæður. Frúin á það líka til að stela minni gömlu kerru á versta tíma!"
Titleist Brautartré - "Veikleiki minn er í þessum milli höggum og mér fróðari menn og konur telja að þessi kylfa sé jafnvel lykillinn af atvinnumennsku fyrir mig"
Ragnhildur Kristinsdóttir er Íslandsmeistari í golfi 2023 og atvinnukylfingur úr GR. Ragga eins og hún er oftast kölluð ætti að vita hvað hún syngur þegar kemur að vönduðum golfvörum og listinn hennar samanstendur af vörum sem hún treystir á til að ná sem bestum árangri í íþróttinni sem hún hefur stundað í að verða 20 ár.
Ragga Kristins er með þessar vörur á óskalistanum sínum:
FJ Floral Print Dömubolur - "Minn uppáhalds pólóbolur, ótrúlega þæginlegur, teygjanlegur og mjög flottur. Myndi vel vilja eiga fimm svona boli"
FJ Fuel Golfskór - "Þessir FJ skór breyttu öllu fyrir mig, finnur varla fyrir þeim og síðan sakar ekki hvað þeir eru flottir"
Motocaddy Fjarlægðarmælir - "Kíkirinn minn ákvað að gefast upp í síðasta mótinu á tímabilinu, þannig að þessi fer klárlega á listann"
Pútthlið - "Fullkomið æfingatæki fyrir veturinn, þegar ekki er hægt að stinga niður tí-um hvort sem það er á púttmottuna heima eða í gervigrasið í inniaðstöðunni hjá klúbbunum. Þessi hlið hjálpa þér að vita hvort boltinn sé að byrja á réttri línu"
FJ Hybrid Dömujakki - "Því miður þá eru ekki alltaf 20 gráður og sól þegar við spilum golf á Íslandi. Þessi jakki er fullkominn í alla þessa köldu daga, bæði þæginlegur og andar vel"
Linda Ben uppskriftahöfundur og eigandi lindaben.is er ekki bara frábær á instagram @lindaben heldur er hún líka glæsileg á golfvellinum þar sem hún er að stíga sín fyrstu skref. Uppáhalds golfmerkið hennar er Macade.
Linda Ben er með þessar vörur á óskalistanum sínum:
Motocaddy Lúffur - "Mér verður mjög auðveldlega kalt á puttunum og bráðvantar því svona lúffur"
Púttmotta - "Ég væri algjörlega til í að eiga svona púttmottu til að geta æft mig heima í vetur"
Macade Cleo Pils - "Þetta pils myndi koma sér vel fyrir næstu golfferðir, ótrúlega sætur litur"
Titleist Brautartré - "Mig vantar gott brautartré og þetta lítur mjög vel út"
Titleist Ferðacover - "Ég er komin með algjört æði fyrir því að fara í golfferðir erlendis, það er því tímabært fyrir mig að eignast minn eigin ferðapoka undir golfsettið"
Geir Jóhann Geirsson verslunarstjóri Prósjoppunnar deilir hér með okkur sínum óskalista sem hann kýs að kalla; Jólagjafalisti Verslunarstjórans! Geiri þekkir allar okkar vörur betur en nokkur annar og því er óhætt að taka vel eftir vörunum sem hann hefur valið.
Geir Jóhann er með þessar vörur á óskalistanum sínum:
FJ Vindpeysa - "Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þessi flík væri sérhönnuð fyrir íslenska veðráttu. Ef þér verður kalt í þessari, þá er líklega ekki veður fyrir golf"
FJ x Todd Snyder Field Golfskór - “If you cant be the best, be the flottest. Vatnsheldir, frábært grip og þægindin koma skemmtilega á óvart”
Macade Lightweight Buxur Slate Blue - “Ég hef örugglega farið í fleiri veislur heldur en golfhringi í þessum buxum. Virkilega gott og teygjanlegt efni”
Macade Derhúfa - “Hvort sem það er glampandi sól eða bara að þú nenntir ekki að greiða þér. Klikkar aldrei að eiga góða derru”
FJ HydroTour Regnjakki - “Ég spila ekki golf í rigningu nema tilneyddur, og í þau skipti væri gott að eiga einn svona til að halda sér þurrum”
Takk fyrir lesturinn :)
Við erum ávallt tilbúin að aðstoða, hvort sem það er í síma, á netinu, samfélagsmiðlum eða í versluninni okkar, ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað með.
Gleðilega hátíð.