Við munum senda þér tölvupóst til að endurstilla lykilorðið þitt.
NÝJAR VÖRUR
EFTIR VEÐRI
EFTIR VEÐRI
Golfkennslubókin Vertu þinn eigin golfkennari
Eftir Nökkva Gunnarsson PGA Golfkennara
Bókin er 18 x 12 cm og 80 blaðsíður ogþví mjög meðfærileg og smellpassar í golfpokann.
„Eins og nafnið gefur til kynna er bókinni ætlað að vera kylfingum innan handar svo þeir geti sjálfir séð um að lagfæra það sem úrskeiðis fer í sveiflunni. Hún er byggð upp á því kerfi sem ég hef komið mér upp í golfkennslunni á síðustu árum. Það kerfi byggist upp á því að ná upp færni til að stýra fjórum atriðum í höggstöðunni þegar boltinn er hittur. Ég kýs að kalla þessi atriði lykla og kerfið nefni ég því Fjögurra lykla kerfið,“ segir Nökkvi.
Lyklarnir eru eftirfarandi:
- Lágpunktur sveiflunnar
- Hittu á miðjan kylfuhausinn
- Stefna kylfuhaussins
- Sveifluferillinn
„Nái kylfingur að bæta færni sína í að framkvæma þessi atriði mun góðu höggunum fjölga samkvæmt því. Bókin inniheldur fjölda æfinga í lyklunum fjórum og verkfæri til leiðréttinga á algengum villum.“
Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að heimsækja vefinn samþykkir þú skilmála um vefkökur.