x

Titleist Vokey SM9 Jet Black Premium

Láta mig vita ef þessi vara kemur aftur

Vokey SM9 Jet Black Premium Limited

Nýjir svartir hausar, svört sköft og kolsvört grip.

Við seljum þessa í settum, 3 stk saman í setti:

50° - 54° - 58°

52° - 56° - 60°

Fengum til okkar samtals 6 sett og því mjög takmarkað magn í boði.

 

Nánar um Vokey SM9 hér:

Vokey Design SM9

Eftir áralanga rannsóknarvinnu með bestu kylfingum heims heldur Bob Vokey áfram að þróa Vokey fleygjárnin.

Það sem kylfingar munu sjá og upplifa með nýju SM9 fleygjárnunum er að boltinn mun fljúga lægra og með meiri spuna en áður.

Hönnun SM9 raufanna má skipta í tvo hluta, (1) lágar gráður (46°-54°) eru hannaðar þannig að þær eru mjórri og eru skornar aðeins dýpri á meðan (2) hærri gráðurnar (56°-62°) eru örlítið víðari og ekki eins djúpar.

Gott er að hafa í huga að æskilegt er að hafa ekki meira en 4°-6° bil á milli fleygjárna.


Leita í vöruskrá

Algeng skilyrði