NÝJAR VÖRUR
EFTIR VEÐRI
EFTIR VEÐRI
844RSSF4610
27.900 kr
Loksins loksins, biðin er á enda!
Tryggðu þér þitt eintak sem fyrst, það er pottþétt að fyrsta sendingin til okkar mun renna hratt úr rekkunum hjá okkur.
Eftir áralanga rannsóknarvinnu með bestu kylfingum heims heldur Bob Vokey áfram að þróa Vokey fleygjárnin.
Það sem kylfingar munu sjá og upplifa með nýju SM9 fleygjárnunum er að boltinn mun fljúga lægra og með meiri spuna en áður.
Hönnun SM9 raufanna má skipta í tvo hluta, (1) lágar gráður (46°-54°) eru hannaðar þannig að þær eru mjórri og eru skornar aðeins dýpri á meðan (2) hærri gráðurnar (56°-62°) eru örlítið víðari og ekki eins djúpar.
Gott er að hafa í huga að æskilegt er að hafa ekki meira en 4°-6° bil á milli fleygjárna.
Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í vali á fleygjárnum er svokölluð GRIND eða botninn á hausnum. Í heildina eru 6 mismunandi GRIND á SM9 fleygjárnunum :
F GRIND
M GRIND
S GRIND
D GRIND
L GRIND
K GRIND
Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að heimsækja vefinn samþykkir þú skilmála um vefkökur.