x

Vinsælt

Titleist Vokey SM9 Fleygjárn

Vokey Design SM9

Eftir áralanga rannsóknarvinnu með bestu kylfingum heims heldur Bob Vokey áfram að þróa Vokey fleygjárnin.

Það sem kylfingar munu sjá og upplifa með nýju SM9 fleygjárnunum er að boltinn mun fljúga lægra og með meiri spuna en áður.

Hönnun SM9 raufanna má skipta í tvo hluta, (1) lágar gráður (46°-54°) eru hannaðar þannig að þær eru mjórri og eru skornar aðeins dýpri á meðan (2) hærri gráðurnar (56°-62°) eru örlítið víðari og ekki eins djúpar.

Gott er að hafa í huga að æskilegt er að hafa ekki meira en 4°-6° bil á milli fleygjárna.

 

Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í vali á fleygjárnum er svokölluð GRIND eða botninn á hausnum. Í heildina eru 6 mismunandi GRIND á SM9 fleygjárnunum :

 

F GRIND

  • Sérstaklega hannað fyrir þau fleygjárn sem eru oftast notuð í full högg. Einnig mjög góð fyrir þá sem taka miklar torfur.

M GRIND

  • Hannað fyrir þá kylfinga sem vilja eiga möguleika á að opna og loka kylfuhausnum í höggunum í kringum flatirnar. Kjörin Grind fyrir þá sem koma flatt á boltann og sópa honum upp í loftið. (taka ekki mikla torfu)

S GRIND

  • Kjörin fyrir kylfinga sem leika á miðlungs eða mjög hörðu undirlagi. Einnig er það hugsað fyrir þá sem vilja hafa hendurnar fyrir framan eða aftan boltann þegar hann er hittur.

D GRIND

  • Sérstaklega hannað fyrir þá sem koma mjög bratt á boltann (taka djúpar torfur)

L GRIND

  • Fyrir þá kylfinga sem eru að leika á mjög hörðu undirlagi og hafa mikla og góða stjórn á kylfuhausnum þegar boltinn er hittur. L GRIND er með minnsta bounce-inu og minnstu fyrirgefningunni.

K GRIND

  • Þykkasti botninn og mesta bounce-ið sem gerir hana mjög fyrirgefandi á mjúku undirlagi og af mörgum talin vera besta fleygjárnið úr mjúkum sandi.

Leita í vöruskrá

Algeng skilyrði