x

ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA

SKOÐA

Jólagjafahandbókin 2022

 

 

 

 

 

 

Hér er að finna virkilega góðar gjafahugmyndir fyrir kylfingana í þínu lífi sem við teljum nokkuð öruggt að slái í gegn. Listinn er alls ekki tæmandi, við bjóðum uppá einstakt vöruúrval frá fimm vörumerkjum sem eru hvert og eitt leiðandi á sínum sviðum.

Að því sögðu erum við virkilega spenntir að taka á móti ykkur í hátíðarfíling í Síðumúla 33 í desember og veita ykkur góð ráð.  

Með því að smella á myndirnar opnast allar nánari upplýsingar um vörurnar og auðveldlega hægt að ganga frá kaupum um leið í vefverslun okkar.

 

 

Fyrir alla fjölskylduna

Púttmottan frá Perfect Practice er málið inná öll heimili þar sem kylfingar búa. Frábært æfinga- og leiktæki sem hentar öllum getustigum og aldri, að skora á mömmu, pabba, afa eða ömmu í púttkeppni hefur aldrei verið einfaldara eða skemmtilegra.

 

 

Fyrir herra sem vilja bara það besta og flottasta

FJ Premiere Series golfskórnir eru einstakir golfskór sem hægt er að fá í mörgum flottum útfærslum. Hjá okkur er magnað úrval af Premiere Series og hér fyrir neðan eru okkar uppáhalds sem þú mátt vera viss um að gleðji þinn herra! 

 

Fyrir þá dömu sem að þú elskar mest

FJ Stratos golfskórnir eru okkar mest seldu golfskór á dömurnar og við vorum að fá 2023 týpuna í hús til okkar. Ef þú vilt ekki klikka í ár, þá eru Stratos málið undir tréið :)

Fyrir hana

Macade Jogger eru mest seldu buxurnar hjá okkur og hafa algjörlega slegið í gegn hér á landi. Þessar buxur eru úr ótrúlega léttu og teygjanlegu efni, mjög sportlegar með rennilás á skálmum og sílikon streng í mitti til að sjá til þess að bolurinn haldist á réttum stað. Fimm litir í boði.

 

Meira fyrir hana

Macade Hybrid Tour Jacket er ótrúlega flottur heilrenndur jakki með hettu. Ekki bara flottur á golfvellinum heldur hægt að nota svo miklu meira. 

 

Fyrir kylfinginn sem er alltaf að giska hvað er langt eftir 

Motocaddy PRO 3000 Laser Rangefinder er alvöru fjarlægðarmælir frá merki í fremstu röð. Snöggur, nákvæmur og einfaldur í notkun. Hér er á ferðinni fjarlægðarmælir sem stenst allar kröfur og meira til og á frábæru verði!

 

Fyrir hann

Macade Lightweight Trousers eru í miklu uppáhaldi og fá algjöra toppeinkunn frá okkur. Buxurnar eru úr ótrúlega léttu og teygjanlegu efni, mjög flott snið og til í fjórum litum. Frábær mjúkur pakki fyrir herra á öllum aldri. 

 

Fyrir þann herra sem að þú elskar mest

Hvað er betra en mjúkur pakki fyrir þann sem þú elskar mest? Okkar langvinsælasta herrapeysa er FJ 1/2 Zip Lined Vindpeysan. Gangi þér vel að finna betri mjúka gjöf en þessa :) Fæst í fimm litum.

 

 

 

Fyrir alla íslenska kylfinga

Já lúffur og buff! Ef það er eitthvað sem á alltaf að vera til taks fyrir okkur sem spilum golf hér á landi, þá má færa góð rök fyrir því að það séu lúffur og buff.

 

Skyldueign í golfhermana

Fyrir alla sem eru að spila og æfa í golfhermunum í vetur! Titleist Pro V1 RCT golfboltarnir eru þróaðir til að auka nákvæmni í golfhöggum í Trackman innandyra. Langflestir golfhermar landsins eru Trackman hermar. Eftir að hafa prufað sjálfir þá getum við ekki hugsað okkur að fara aftur án þeirra. 

 

Fyrir vandláta

Scotty Cameron pútterarnir eru þeir pútterar sem notaðir eru af flestum bestu kylfingum heims. Langmesta úrval landsins af Scotty Cameron finnur þú hjá okkur. Pottþétt jólagjöf.

 

Fyrir afrekskylfinginn

Þau sem eru duglegust að æfa eiga auðvitað skilið alvöru tösku fyrir æfingaboltana, Titleist boltataskan er stílhrein og vegleg og á ófáum óskalistum hjá afrekskylfingunum okkar.

 

Fyrir efnilega kylfinginn

Æfingavörurnar frá Perfect Practice eru notaðar af mörgum af bestu kylfingum heimsins. Púttspegill er líklega það golfæfingatæki sem flestir kylfinga nota til að æfa og bæta púttin. Pútthliðin hjálpa þér að verða nákvæmari og bjóða uppá margar sniðugar æfingar til að bæta púttin.

 

Fyrir nýjasta kylfinginn í fjölskyldunni

Motocaddy CUBE er með hæðarstillanlegt og veglegt "stýri" sem hentar jafnt stórum sem og nettum höndum. Pláss fyrir drykkinn,  flott hólf fyrir smáhluti, skorkortafesting og geymslunet þar undir. Einfalt að geyma auka bolta og tíí við hendina. Með fótbremsu. Frábær golfkerra á frábæru verði.

 

Fyrir tásumyndirnar á Tene

Ef það á að fara í golferð í vetur/vor á suðrænar slóðir þá er klárt að pilsin frá Macade skora hátt í myndatökum fyrir samfélagsmiðla :) 

 

Fyrir stelpuna

FJ Links er glæný týpa frá FJ, stílhreinir, vandaðir, alvöru leðurskór fyrir stelpuna í þínu lífi. Virkilega flottir utan vallar og vekja mikla athygli á vellinum.

 

Fyrir afa og ömmu

Afi og amma eru svo nægjusöm og örugglega búin að vera með sama golfpokann í 10 ár!

Léttir, vatnsheldir og virkilega vandaðir golfpokar frá Motocaddy á frábæru verði! Fást í fjórum litasamsetningum.

 

 

 

Fyrir krakkana

Frá gæðamerkinu FJ bjóðum við uppá golfskó, boli, peysur, sokka og golfhanska fyrir krakkana (ca 8-13 ára). 

 

 

Fyrir mömmu

Mamma er límið í fjölskyldunni og hún á allt það besta skilið, er ekki kominn tími á að mamma fái rafmagnsgolfkerru? Motocaddy S1 DHC er stílhrein, virkilega einföld í notkun, sportleg og glæsileg í alla staði. Kerran er með LCD litaskjá, níu hraðastillingar og rafhlöðumælingu. Nú með öflugri 36 holu rafhlöðu og mótor en áður. 

 

 

Fyrir pabba

Pabbi er stundum að pirrast hvað teighöggin eru að styttast hjá honum og það hefur áhrif á alla á heimilinu! Nýju Titleist TSR driverarnir eru algjörlega geggjaðir og hjálpa pabba að ná fyrri styrk á golfvellinum.

Gerum vel við pabba í ár, hann á það skilið.

 

Fyrir strákinn og jafnvel fyrir tengdasoninn líka

Er eitthvað sem er skemmtilegra á golfvellinum en að fá alvöru bakspuna? Titleist Vokey SM9 eru í pokanum hjá mörgum af bestu kylfingum heims og eins og flestir vita, algjörlega frábær fleygjárn.

Frábært úrval í boði hjá okkur frá 46° uppí 60° 

 

Jólagjöf ársins fyrir hana

Macade Range Popover er ein allra vinsælasta dömuflíkin hjá okkur. Algjörlega nýtt snið á "golfflík" sem gerir hana einstaklega töff hvort sem þú ert í golfi eða ekki. Tveir litir í boði. Mjúkur pakki sem getur ekki klikkað!

 

Jólagjöf ársins fyrir hann

Macade x Prósjoppan Hybrid Jakki. Fyrsta herraflíkin sem Macade sérframleiðir fyrir okkur, hönnuð í sameiningu af Macade og Magga Lár öðrum eiganda Prósjoppunnar. Heilrenndur jakki með hettu, virkilega flott snið. Jakkinn er fóðraður að framan, með háum kraga og veglegri hettu sem veitir góða vörn við íslenskar aðstæður.

 

 

Frá jólasveininum

Það er fátt betra en að spila golf í nýjum sokkum. Nú auðvitað má líka nota sokkana meira en bara til þess að spila golf eins og svo margir viðskiptavinir okkar vita.

 

 

Við vonum að Jólagjafahandbókin nýtist ykkur vel.

Það eru skemmtilegir tímar framundan í desember og við tökum vel á móti ykkur öllum í Síðumúla 33. Við leggjum okkur alla fram við að þjónusta landsbyggðina eins vel og við mögulega getum og við erum alltaf til taks í síma, í gegnum tölvupóst nú eða á samfélagsmiðlunum. 

Fylgið okkur endilega á INSTAGRAM og FACEBOOK

 

Gleðilega hátíð!

 

Leita í vöruskrá

Algeng skilyrði